GUÐRÚN Jóhannsdóttir og Þorbjörg Ágústsdóttir úr Skylmingafélagi Reykjavíkur komust báðar í átta manna úrslit á alþjóðlegu kvennamóti í skylmingum með höggsverði sem haldið var í Brentwood í Englandi um síðustu helgi.

GUÐRÚN Jóhannsdóttir og Þorbjörg Ágústsdóttir úr Skylmingafélagi Reykjavíkur komust báðar í átta manna úrslit á alþjóðlegu kvennamóti í skylmingum með höggsverði sem haldið var í Brentwood í Englandi um síðustu helgi. Guðrún hafnaði í sjötta sæti og Þorbjörg í því áttunda. Sigríður María Sigmarsdóttir úr Skylmingafélagi Seltjarnarness endaði í 17. sæti en þessar þrjár skipa landslið Íslands í greininni.

Allar náðu þær það góðum árangri í riðlakeppni mótsins að þær sátu hjá í 64 manna úrslitum.

Karlalandsliðið keppti á heimsbikarmóti á sama stað og komust allir þrír íslensku keppendurnir, Ragnar Ingi Sigurðsson úr FH og þeir Andri H. Kristinsson og Hróar Hugosson úr Skylmingafélagi Reykjavíkur, áfram úr riðlakeppninni en töpuðu síðan allir í 64 manna úrslitum. Ragnar hafnaði í 40. sæti, Andri í 42. og Hróar í 55. sæti.