Miðbær | Í miðbæ Reykjavíkur má finna kynstrin öll af kynlegum köttum. Þeir eru margir sérkennilegir og bera þess merki að búa í suðupotti menningar og lista.
Miðbær | Í miðbæ Reykjavíkur má finna kynstrin öll af kynlegum köttum. Þeir eru margir sérkennilegir og bera þess merki að búa í suðupotti menningar og lista. Kettir miðbæjarins tölta og skoppa innan um listagallerí og tískubúðir, kaffihús og bókabúðir alla daga og anda að sér fjölbreytilegri flóru miðbæjarlykta, allt frá seiðandi humarilminum frá Humarhúsinu við bakaratorfuna sem er svo lokkandi, upp í stybbuna af rusli hinna ýmsu verslana og veitingastaða. Kettir miðbæjarins eru meistarar grindverkanna og stillansanna, þeir eiga borgina þegar hún sefur og fussa og sveia þegar mannfólkið hlussast um bæinn á leiðinlegasta tíma dagsins, þegar blessuð sólin sópar burt dulúð næturinnar.