Garðabær | Svo til allir foreldrar barna í leikskólum Garðabæjar telja að barninu sínu líði vel eða mjög vel í leikskólanum. Í könnun sem lögð var fyrir foreldrana í febrúar og mars 2003 segja yfir níutíu og átta prósent foreldra að barninu líði vel.

Garðabær | Svo til allir foreldrar barna í leikskólum Garðabæjar telja að barninu sínu líði vel eða mjög vel í leikskólanum. Í könnun sem lögð var fyrir foreldrana í febrúar og mars 2003 segja yfir níutíu og átta prósent foreldra að barninu líði vel. Þetta kemur fram á fréttavef Garðabæjar.

Niðurstöður könnunarinnar sýna almennt mikla ánægju foreldra með starf leikskólanna. Meðal annars var spurt hvernig tekið væri á móti börnunum, hvernig þau væru kvödd, um matseðil leikskólanna, upplýsingastreymi og samskipti við starfsfólk. Í öllum tilfellum kemur fram yfirgnæfandi ánægja með það sem spurt er um.