VILMUNDUR Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra (SLF), segir ljóst að félagið geti ekki að óbreyttu tekið að sér að veita fjölfötluðum einstaklingum á endurhæfingardeild LSH í Kópavogi endurhæfingarþjónustu á Æfingastöð SLF á...

VILMUNDUR Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra (SLF), segir ljóst að félagið geti ekki að óbreyttu tekið að sér að veita fjölfötluðum einstaklingum á endurhæfingardeild LSH í Kópavogi endurhæfingarþjónustu á Æfingastöð SLF á Háaleitisbraut. Til þess skorti húsnæði.

Stjórn LSH hefur samþykkt að leita m.a. samstarfs við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra um leiðir til að veita áfram þjónustu við fjölfatlaða einstaklinga í Kópavogi.

"Þetta er mjög kostnaðarsöm þjónusta og við höfum ekki peninga til þessa en við munum samt skoða það með Landspítalanum hvort við getum komið með einhverjum hætti að þessu máli," segir hann.

Vilmundur segist ekki sjá í fljótu bragði að aðrir aðilar en Styrktarfélagið gætu tekið að sér að veita þessa þjónustu.