LEIÐBEINANDI reglur um umgengni sölumanna lyfjafyrirtækja á heilbrigðisstofnunum eru meðal þeirra aðgerða sem stýrihópur heilbrigðisráðherra setur fram í nýrri skýrslu sinni til að sporna við hækkun lyfjakostnaðar í landinu.

LEIÐBEINANDI reglur um umgengni sölumanna lyfjafyrirtækja á heilbrigðisstofnunum eru meðal þeirra aðgerða sem stýrihópur heilbrigðisráðherra setur fram í nýrri skýrslu sinni til að sporna við hækkun lyfjakostnaðar í landinu.

"Þetta skiptir mjög miklu máli. Við erum að nota mikið nýrri lyf og dýrari en almennt gerist annars staðar. Við erum fljótir að taka ný lyf inn sem getur bæði verið kostur og galli. Það er gott að tileinka sér nýjungar, svo langt sem það nær, en við viljum gjarnan sjá meiri íhaldssemi í notkun lyfja þar sem vitað er að eldri og ódýrari lyf virka jafnvel og nýrri lyf," segir Einar Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu og formaður stýrihópsins.

Lyfjakynnar séu merktir

Í reglunum sem settar eru fram í skýrslunni segir m.a. að boð til starfsmanna um kynnisferðir til útlanda skuli send skriflega til framkvæmdastjóra stofnunarinnar og að lyfjakynnar skuli ætíð vera vel merktir meðan þeir eru innan stofnunarinnar. Tillögur hópsins felast aðallega í því að lyfjanefndir verði virkar innan hverrar heilbrigðisstofnunar eða landshluta og setji saman lyfjalista sem læknum beri að fara eftir.