Óðinn og systir hans Aldís ásamt Ámu sem skilaði eigendum sínum mestum afurðum allra kúa á Íslandi árið 2003.
Óðinn og systir hans Aldís ásamt Ámu sem skilaði eigendum sínum mestum afurðum allra kúa á Íslandi árið 2003.
KÝRIN Áma frá Miðhjáleigu í Austur-Landeyjum var afurðahæsta kýr landsins árið 2003. Þau Bertha G. Kvaran og Jón Þ. Ólafsson eiga Ámu og eru afar ánægð með hana. Hún mjólkaði alls 11.842 kg á síðasta ári og fór mest í 45 kg í dagsnyt.

KÝRIN Áma frá Miðhjáleigu í Austur-Landeyjum var afurðahæsta kýr landsins árið 2003. Þau Bertha G. Kvaran og Jón Þ. Ólafsson eiga Ámu og eru afar ánægð með hana. Hún mjólkaði alls 11.842 kg á síðasta ári og fór mest í 45 kg í dagsnyt.

"Áma er frábær kýr í alla staði, hún er þæg, góð og stór sem er kostur fyrir kú með svo mikla nyt. Það sem er kannski merkilegast við hana er hvað efnasamsetning mjólkurinnar er einstök," segir Bertha Kvaran, aðspurð um þessa góðu kú. Áma var auk þess að vera afurðahæsta kýr landsins með nýtt Íslandsmet í magni verðefna.

"Hún eignaðist sinn fyrsta kálf í lok september 2001 og hefur því átt tvö mjólkurskeið." Bertha vildi ekki gera mikið úr þessu afreki, sagði að þetta væri nú ekki þeim að þakka heldur Ámu sjálfri sem bæri reyndar nafn með rentu.

Þau Bertha og Jón eiga fjögur börn og fluttu frá Hafnarfirði í sveitina 1998, svo ekki er áralöng reynsla af búskap ástæðan fyrir þessum góða árangri. Þau eru með 32 kýr, nautseldi og einnig nokkrar ær.

Rangárþingi eystra. Morgunblaðið.

Höf.: Rangárþingi eystra. Morgunblaðið