Mosfellsbær | Árið 1953 keypti Umdæmisstúkan nr.1 býlið Skálatún í Mosfellssveit til að stofna þar vistheimili fyrir þroskaheft börn. Starfsemin byrjaði svo þann 30. janúar 1954. Á þeim 50 árum sem liðin eru frá stofnun heimilisins hefur margt breyst.

Mosfellsbær | Árið 1953 keypti Umdæmisstúkan nr.1 býlið Skálatún í Mosfellssveit til að stofna þar vistheimili fyrir þroskaheft börn. Starfsemin byrjaði svo þann 30. janúar 1954.

Á þeim 50 árum sem liðin eru frá stofnun heimilisins hefur margt breyst.

Upphaflega hófst starfsemin í gamla bóndabænum einum við mikil þrengsli bæði fyrir heimilisfólk og starfsmenn. Nú hafa verið byggð mörg hús og allur aðbúnaður er orðinn til fyrirmyndar eins og kröfur dagsins eru til aðbúnaðar þroskaheftra.

Skálatún er nú sjálfseignarstofnun á vegum Bindindissamtakanna IOGT og Styrktarfélags vangefinna. Formaður stjórnar er Þengill Oddsson héraðslæknir sem skipaður er af Landlæknisembættinu. Heimilismenn eru nú 44 og starfsmenn 75 í 58 stöðugildum.

Skálatúnaheimilið heldur upp á 50 ára afmælið á morgun, laugardaginn 31. janúar n.k. og hefst afmælið með því að vinnustofurnar verða opnar frá kl 10 að morgni og heimilisfólk sýnir þar vinnu sína. Kl. 14.30 verður síðan boðið til kaffiveislu í Hlégarði í Mosfellsbæ.