STJÓRN FKB, Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir, hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: "Stjórn Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir, FKB, varar mjög eindregið við öllum breytingum á starfsemi Neyðarmóttöku vegna nauðgunarmála, sem ekki...

STJÓRN FKB, Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir, hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun:

"Stjórn Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir, FKB, varar mjög eindregið við öllum breytingum á starfsemi Neyðarmóttöku vegna nauðgunarmála, sem ekki byggjast á faglegu mati á starfseminni. Neyðarmóttakan er eitt hið besta sem Íslendingar hafa gert til að vinna gegn ofbeldi og afleiðingum ofbeldis og er vísað til hennar erlendis sem sérstakrar fyrirmyndar í þessum málum.

Því miður er enn full þörf á öflugri starfsemi Neyðarmóttökunnar og stjórn FKB telur það stórt skref afturábak ef starfsemin er skert með einhverjum hætti.

FKB skorar á stjórnvöld að gera engar þær breytingar sem skaðað gætu þetta mikilvæga starf sem þarna fer fram."