SKIPUÐ hefur verið nefnd á vegum menntamálaráðuneytis til að stýra verkefninu "Evrópuári menntunar með iðkun íþrótta" hér á landi.

SKIPUÐ hefur verið nefnd á vegum menntamálaráðuneytis til að stýra verkefninu "Evrópuári menntunar með iðkun íþrótta" hér á landi. Í nefndinni eiga sæti Ann-Helen Odberg, lektor við Kennaraháskóla Íslands, Arngrímur Viðar Ásgeirsson, formaður Íþróttakennarafélags Íslands, Líney R. Halldórsdóttir, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, sérfræðingur í ráðuneytinu, og Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Stefán er jafnframt formaður nefndarinnar.

Þá hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands verið falið til að annast umsýslu verkefnisins. Meginmarkmið verkefnisins er m.a. að minna Evrópubúa, einkum ungt fólk, á gildi íþrótta fyrir þroska einstaklingsins, félagslega hæfni og gott líkamsástand.