Könnun: Þeir unglingar sem fengu sér göt í munninn fundu fyrir ýmsum aukaverkunum.
Könnun: Þeir unglingar sem fengu sér göt í munninn fundu fyrir ýmsum aukaverkunum.
Í versta falli getur fólk misst tennurnar eða sýkingar orðið lífshættulegar er niðurstaða rannsóknar sem tannholdssérfræðingurinn Espen Færøvig í Skien í Noregi gerði á ungmennum sem létu gera göt í varir.

Í versta falli getur fólk misst tennurnar eða sýkingar orðið lífshættulegar er niðurstaða rannsóknar sem tannholdssérfræðingurinn Espen Færøvig í Skien í Noregi gerði á ungmennum sem létu gera göt í varir. Í samtali við norska Dagbladet segir Espen Færøvig að niðurstöðurnar séu ógnvekjandi og hann varar ungt fólk við að láta "gata" sig.

Espen fylgdist í eitt ár með á þriðja tug unglinga á aldrinum 13 til 18 ára. Hann segir ungmennin hafi öll fengið aukaverkanir í kjölfar þess að fá sér göt í munn. Ungt fólk virðist ekki taka mark á þessum viðvörunum segir hann og velur frekar að fylgja tískunni.

Allir höfðu haft einhver óþægindi af götunum. Verstu vandamálin komu upp fyrstu tvo til þrjá mánuðina. Hann segist benda öllum sjúklingunum á að losa sig við pinna eða hringi og láta gatið gróa áður en það er of seint. Pinnar eða hringir sem settir eru í götin valda ýmsum áverkum. Festingin á pinnunum nagar sig oft í gegnum tannholdið og segir hann mörg dæmi um að þær rífi um hálfan sentímetra af tannholdinu. Þetta veldur ýmist erfiðum bólgum eða að tennur losni. Hringirnir eru einnig slæmir. Þeir eru oft á meiri hreyfingu sem veldur því að bakteríur eiga greiða leið að gatinu og því mikil hætta á sýkingu. Færøvig segir að munnur og kynfæri séu viðkvæm fyrir bakteríusýkingum og segist vita um að minnsta kosti tvö skráð dauðsföll í Noregi í kjölfar þess að fólk hefur látið gera göt í líkamann.