Krakkarnir fimm koma  úr mismunandi áttum og hópum í skólanum en tala saman um lífið og tilveruna þegar þau eru neydd til að eyða laugardegi saman.
Krakkarnir fimm koma úr mismunandi áttum og hópum í skólanum en tala saman um lífið og tilveruna þegar þau eru neydd til að eyða laugardegi saman.
STÖÐ 2 sýnir í kvöld sígilda unglingamynd frá árinu 1985, Morgunverðarklúbbinn ( The Breakfast Club ). John Hughes leikstýrir myndinni og skrifar jafnframt handritið en myndin hlaut hvarvetna góða dóma og þykir hafa elst vel.

STÖÐ 2 sýnir í kvöld sígilda unglingamynd frá árinu 1985, Morgunverðarklúbbinn (The Breakfast Club). John Hughes leikstýrir myndinni og skrifar jafnframt handritið en myndin hlaut hvarvetna góða dóma og þykir hafa elst vel.

Úrvalslið leikara er í myndinni, Emilio Estevez, Judd Nelson, Molly Ringwald, Ally Sheedy og Anthony Michael Hall. Ringwald var líka stjarnan í tveimur öðrum unglingamyndum, sem margir þekkja, úr smiðju Hughes, Sæt í bleiku (Pretty in Pink) og Sextán kerti (Sixteen Candles).

Myndin segir frá fimm menntaskólakrökkum, sem þurfa að eyða laugardegi saman í skólanum í refsingarskyni. Þau koma öll úr ólíkum áttum og er þetta í fyrsta sinn, sem þau tala almennilega saman og skilja hvert annað.

Íþróttastrákurinn (Estevez), vandræðagemlingurin (Nelson), prinsessan (Ringwald), klikkhausinn (Sheedy) og gáfnaljósið (Hall) ræða um allt frá samskiptunum við foreldrana að kynlífi og þrýstingi frá jafnöldrum.

Að lokum komast þau að því að þau eiga meira sameiginlegt en þau grunaði og læra meira um sjálf sig og aðra. En stóra spurningin er: Eiga þau eftir að læra á þessu til lengri tíma og haga sér öðruvísi á göngum skólans eftir þetta?

Mörg skemmtileg lög þessa tíma heyrast í myndinni, m.a. smellurinn "Don't You (Forget About Me)" með Simple Minds.

Morgunverðarklúbburinn (The Breakfast Club) er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 00.55.