"ÉG hef þrisvar sinnum áður teflt á Íslandi og vann þá í öll skiptin og ég vona að það verði ekki breyting á því," sagði Garrí Kasparov í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld en hann er staddur í Moskvu.

"ÉG hef þrisvar sinnum áður teflt á Íslandi og vann þá í öll skiptin og ég vona að það verði ekki breyting á því," sagði Garrí Kasparov í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld en hann er staddur í Moskvu.

"Ég tefldi síðast á stórmóti á Grikklandi í september. Raunar tek ég ekki þátt í mörgum hraðskákmótum núorðið en það kom mér þægilega á óvart að vera boðið á mótið í Reykjavík og ég þáði því boðið. Ég hlakka til að koma til Íslands og tefla," sagði Kasparov.

Kasparov og Karpov hafa lengi eldað grátt silfur saman. Kasparov gefur lítt út á þátttöku Karpovs á mótinu í Reykjavík: "Þú verður að spyrja hann um það hvort hann ætli að vera með."