FUNDUR flokkstjórnar Samfylkingarinnar verður haldinn á morgun, laugardaginn 31. janúar, á Grand hótel við Sigtún í Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 13 og gert er ráð fyrir að honum ljúki um klukkan 17.

FUNDUR flokkstjórnar Samfylkingarinnar verður haldinn á morgun, laugardaginn 31. janúar, á Grand hótel við Sigtún í Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 13 og gert er ráð fyrir að honum ljúki um klukkan 17.

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, setur fundinn, en síðan mun Margrét Frímannsdóttir hafa framsögu um stöðuna í heilbrigðismálum. Að því loknu eru almennar stjórnmálaumræður.

Í flokksstjórn Samfylkingarinnar eiga sæti 30 fulltrúar kjörnir á landsfundi, 31 fulltrúi skipaður af kjördæmisráðum, framkvæmdastjórn flokksins, formenn kjördæmisráða, formenn aðildarfélaga, alþingismenn og sveitarstjórnarfulltrúar Samfylkingarinnar, en allir flokksmenn hafa rétt til setu á fundum flokksstjórnar með málfrelsi og tillögurétti.