Ingunn Gísladóttir
Ingunn Gísladóttir
Ingunn Gísladóttir fæddist á Blönduósi 15. maí 1950 en ólst upp á Hofi í Vatnsdal. Hún er kennari að mennt og hefur starfað á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur frá upphafi eða frá 1. ágúst 1996.

Ingunn Gísladóttir fæddist á Blönduósi 15. maí 1950 en ólst upp á Hofi í Vatnsdal. Hún er kennari að mennt og hefur starfað á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur frá upphafi eða frá 1. ágúst 1996. Áður starfaði hún á Fræðsluskrifstofu Norðurlands vestra og þar áður sem verslunarstjóri og kennari við Grunnskólann og Kvennaskólann á Blönduósi. Hún er gift Grétari Guðmundssyni húsasmíðameistara og eiga þau 3 uppkomin börn, Björk f. 1969, Reyni f. 1972 og Elfu Þöll sem er fædd 1975. Barnabörnin eru Hildur Ösp, Salma Björk og Grétar Víðir.

Ingunn Gísladóttir fæddist á Blönduósi 15. maí 1950 en ólst upp á Hofi í Vatnsdal. Hún er kennari að mennt og hefur starfað á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur frá upphafi eða frá 1. ágúst 1996. Áður starfaði hún á Fræðsluskrifstofu Norðurlands vestra og þar áður sem verslunarstjóri og kennari við Grunnskólann og Kvennaskólann á Blönduósi. Hún er gift Grétari Guðmundssyni húsasmíðameistara og eiga þau 3 uppkomin börn, Björk f. 1969, Reyni f. 1972 og Elfu Þöll sem er fædd 1975. Barnabörnin eru Hildur Ösp, Salma Björk og Grétar Víðir.

Ráðstefna á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur um aðgerðir til að draga úr álagi og koma í veg fyrir kulnun í starfi verður haldin á Nordica hóteli í dag og stendur milli klukkan 13 og 17. Ráðstefnan, sem ber yfirskriftina Bætt líðan - betri skóli, er ætluð starfsfólki og stjórnendum Grunnskóla Reykjavíkur og öðrum sem áhuga hafa. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar um ráðstefnuna fyrir Ingunni Gísladóttur, starfsmannastjóra hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, og fara svör hennar við þeim hér á eftir.

-Hver er tilgangurinn með ráðstefnunni?

"Að fá fram hugmyndir um aðgerðir til að bæta líðan, vinna gegn streitu og að koma í veg fyrir kulnun í starfi og gera þannig vinnuumhverfið betra fyrir starfsfólkið og þar með einnig fyrir nemendurna eða með öðrum orðum að gera gott skólastarf enn betra."

-Hverjum er ráðstefnan ætluð?

"Ráðstefnan er einkum ætluð starfsmönnum grunnskólanna í Reykjavík, en hins vegar getur hún nýst öllum sem áhuga hafa á því að bæta vinnuumhverfi starfsmanna hvar sem þeir starfa."

-Hve margir starfsmenn eru í grunnskólum borgarinnar?

"Starfsmennirnir eru um það bil 2.500 auk þess sem skólarnir eru vinnustaður tæplega 15.000 nemenda á grunnskólaaldri. Líðan fólks á þessum fjölmennu vinnustöðum varðar því mjög stóran hóp höfuðborgarbúa."

-Hver eru tildrög þessarar ráðstefnu?

"Vorið 2002 var gerð vinnustaðagreining í grunnskólum Reykjavíkur og á Fræðslumiðstöð í þeim tilgangi að greina líðan og væntingar starfsmanna og nýta niðurstöður til að bæta skólastarf."

-Hvað gerði Fræðslumiðstöð til að bregðast við þessari niðurstöðu?

"Í upphafi árs 2002 voru ráðnir 2 mannauðsráðgjafar og ennfremur var komið á vinnuhópi, sem í situr trúnaðarlæknir Reykjavíkurborgar og fulltrúar frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og Skólastjórafélagi Reykjavíkur til að finna leiðir til að bæta vinnuumhverfið á grunni þeirrar þekkingar og reynslu sem til var annars staðar.

Að undirlagi vinnuhópsins var ákveðið að stofna vinnuumhverfisteymi í hverjum skóla. Hlutverk vinnuumhverfisteymis í grunnskólum er að bæta eigið vinnuumhverfi og að láta sig varða þá þætti sem tengjast starfsánægju og öryggi starfsmanna í grunnskólum Reykjavíkur. Þessi vinna er komin af stað í flestum skólum og er ráðstefnan liður í því að fylgja eftir þeirri vinnu sem farin er af stað."

-En hvert er hlutverk þessara mannauðsráðgjafa?

"Markmiðið með ráðningu þeirra var að styrkja stjórnendur í viðleitni þeirra til að bæta vinnuumhverfið. Þeir hafa staðið fyrir námskeiðum fyrir stjórnendur og starfsmenn og veitt ráðgjöf, m.a. um samskipti, upplýsingamiðlun og boðleiðir. En allir þessir þættir hafa áhrif á líðan fólks.

Mannauðsráðgjafarnir halda ennfremur utan um starf vinnuumhverfisteymanna í skólunum með ráðgjöf og stuðningi."

-Segðu okkur frá dagskrá ráðstefnunnar.

"Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er dr. Valerie J. Sutherland, ráðgjafi frá Bretlandi, og mun hún flytja erindi um streitu og kulnun í skólaumhverfinu og hagnýtar leiðir til úrbóta. Aðrir fyrirlesarar eru Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, sem mun fjalla um áhættuþætti og aðgerðir í tengslum við streitu og kulnun í vinnumhverfinu, Anna Þóra Baldursdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, sem verður með erindi um líðan kennara, og dr. Daníel Þór Ólason sem flytur erindi um bjartsýni, svartsýni og baráttuþrek og áhrif þessara þátta á hugsanir, tilfinningar og heilsufar.

Auk ofangreindra fyrirlesara munu fulltrúar tveggja grunnskóla í Reykjavík, Auður Pálsdóttir, deildarstjóri í Árbæjarskóla, og Edda Kjartansdóttir, deildarstjóri í Vesturbæjarskóla, segja frá aðgerðum í sínum skólum til að bæta vinnuumhverfi og líðan starfsfólks. María Pálmadóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, og Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, fjalla um á hvern hátt stéttarfélögin stuðla að bættri líðan félagsmanna."

-Verða síðan umræður í ráðstefnulok?

"Í lok ráðstefnunnar munu fara fram pallborðsumræður sem stjórnað verður af Helga Guðbergssyni, trúnaðarlækni Reykjavíkurborgar, og Hólmfríði G. Guðjónsdóttur, skólastjóra Fellaskóla, en hún er einnig ráðstefnustjóri."