RÚTUR á Íslandi eru að meðaltali árgerð 1987 og því orðnar 16 ára gamlar. Af 742 bifreiðum eru einungis 198 eða 27% af árgerð 1993 eða nýrri. 263 bílar eða 35% eru eldri en árgerð 1983 og 150 bílar eru árgerð 1978 eða eldri.

RÚTUR á Íslandi eru að meðaltali árgerð 1987 og því orðnar 16 ára gamlar. Af 742 bifreiðum eru einungis 198 eða 27% af árgerð 1993 eða nýrri. 263 bílar eða 35% eru eldri en árgerð 1983 og 150 bílar eru árgerð 1978 eða eldri.

Þetta á við hópbifreiðar sem gerðar eru fyrir 18 farþega og fleiri og eru upplýsingarnar komnar frá Umferðarstofu. Í fréttabréfi Samtaka ferðaþjónustunnar segir ljóst að rekstrargrunnur hópbifreiða sé slakur og þrátt fyrir ákveðnar tilslakanir stjórnvalda vanti mikið á að endurnýjum bílanna sé nægjanleg. Ef vel ætti að vera þyrfti að endurnýja um 5% af bílaflotanum á ári eða tæplega 40 rútur árlega.

Á síðasta ári voru hins vegar skráðar 24 nýjar rútur hér á landi.