ÁSMUNDUR Jóhannes Jóhannsson byggingatæknifræðingur andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir að kvöldi þriðjudagsins 27. janúar. Ásmundur Jóhannes var sonur hjónanna Hildar G.K.

ÁSMUNDUR Jóhannes Jóhannsson byggingatæknifræðingur andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir að kvöldi þriðjudagsins 27. janúar.

Ásmundur Jóhannes var sonur hjónanna Hildar G.K. Jóhannesdóttur, húsmóður frá Álfadal á Ingjaldssandi, og Jóhanns Ásmundssonar, skrifstofumanns frá Melstað í Miðfirði. Hann fæddist 29. október 1928 í Reykjavík, lauk sveinsprófi í múrsmíði 1950 í Reykjavík. Meistara- og byggingaréttindi 1953. Starfaði sem múrari í nokkur ár, m.a. um tíma í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Eftir vinnuslys hóf hann nám í tæknifræði 1965 og lauk því námi vorið 1969 með prófi í byggingatækifræði frá Aalborg Teknikum í Álaborg á Jótlandi. Hóf störf hjá Fasteignamatsnefnd Reykjavíkur strax að námi loknu. Var byggingastjóri við byggingu Hótels Loftleiða II, framkvæmdastjóri Tæknifræðingafélags Íslands, en hóf störf á hausti 1973 sem deildartæknifræðingur eldvarnareftirlits Reykjavíkurborgar og starfaði þar þangað til hann lét af störfum 1997.

Allnokkur ár átti hann sæti í stjórn Múrarafélags Reykjavíkur. Sat í stjórn Sveinasambands byggingamanna svo og í stjórn Tæknifræðingafélags Íslands. Átti sæti um tíma í fulltrúaráði Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Var formaður Framfarafélags Seláss- og Árbæjarhverfis 1978-83. Var einn af hvatamönnum að stofnun og fyrsti formaður Brunatæknifélags Íslands, Íslandsdeildar Institution of Fire Engineers, alþjóðasamtaka um brunavarnir.

Eftirlifandi eiginkona hans er Bergþóra Benediktsdóttir og eignuðust þau fjögur börn.