Mikið tjón: Slökkviliðsmenn á vettvangi við gamla samkomuhúsið á Grund.
Mikið tjón: Slökkviliðsmenn á vettvangi við gamla samkomuhúsið á Grund.
SAMKOMUHÚSIÐ Grund í Svarfaðardal er ónýtt eftir að eldsvoða sem þar varð í gærmorgun. Alls tóku 15 menn úr Slökkviliði Dalvíkur þátt í slökkvistarfinu sem lauk skömmu eftir hádegi. Samkomuhúsið Grund er rétt hjá bænum Grund í Svarfaðardal.

SAMKOMUHÚSIÐ Grund í Svarfaðardal er ónýtt eftir að eldsvoða sem þar varð í gærmorgun.

Alls tóku 15 menn úr Slökkviliði Dalvíkur þátt í slökkvistarfinu sem lauk skömmu eftir hádegi. Samkomuhúsið Grund er rétt hjá bænum Grund í Svarfaðardal. Það hefur það verið notað til samkomuhalds og sýninga undanfarin ár. Að sögn Felix Jósafatssonar, lögregluvarðstjóra á Dalvík, var ekkert rafmagn í húsinu, en margt bendi til að kviknað hafi í út frá gasofni sem notaður var til að halda húsinu frostfríu.

Tilkynnt var um eldinn um hálfellefuleytið í gærmorgun. Felix segir að húsið sé mikið skemmt ef ekki ónýtt eftir brunann. Þurft hafi að rífa hluta þaksins með stórvirkum vinnuvélum til að komast að eldi sem var í klæðningu innanveggja. Samkomuhúsið er járnvarið timburhús.

Þinghúsið er í um 6 km fjarlægð frá Dalvík, skammt frá golfvellinum. Það var reist í tveimur áföngum, árin 1892 og 1938 og var um árabil þingstaður og félagsheimili Svarfdælinga.

Húsið hefur staðið ónotað um nokkurt skeið, en fólk sem keypti það af hreppnum fyrir nokkrum árum hefur verið með sýningar á gömlum munum þar yfir sumarmánuðina. Tjón þess er tilfinnanlegt því flestir gömlu munirnir urðu eldinum að bráð. Felix sagði að síðast hefði verið vitjað um húsið á miðvikudag, degi áður en eldurinn kom upp, og þá var allt í lagi.