Smáskífan "Angel in Disguise" með Mínus kemur út á 7" vínyl 2. febrúar í Bretlandi og á Íslandi.

Smáskífan "Angel in Disguise" með Mínus kemur út á 7" vínyl 2. febrúar í Bretlandi og á Íslandi. Á b-hlið er að finna útgáfu af "Nice Boys", sem ástralska rokksveitin Rose Tattoo gerði frægt, sem var gerð sérstaklega fyrir Rock Show á BBC Radio 1. Þess má geta að rokkararnir í Guns N'Roses hafa einnig tekið þetta lag enda miklir aðdáendur Rose Tattoo.

7" er gefin út í 585 eintökum, sem eru handnúmeruð. 50 fyrstu eintökin verða til sölu á vefsíðu Smekkleysu, www.smekkleysa.net , og getur fólk pantað eintak fyrirfram.

Þá kemur smáskífan einnig út á geisladiski, sem er einnig í takmörkuðu upplagi, en gefnir verða út 2000 diskar. Fyrir utan "Angel in Disguise" og "Nice Boys" er að finna órafmagnaða útgáfu af "Insomniac", sem tekin var upp á Student Broadcast Network í Bretlandi.