Félag áhugafólks um heimafæðingar heldur fund mánudaginn 2. febrúar kl. 20. í Kvennagarði á 4. hæð í Kjörgarðshúsinu við Laugaveg 59 (gengið inn úr porti við Hverfisgötu).
Félag áhugafólks um heimafæðingar heldur fund mánudaginn 2. febrúar kl. 20. í Kvennagarði á 4. hæð í Kjörgarðshúsinu við Laugaveg 59 (gengið inn úr porti við Hverfisgötu).

Á fundinum verður rætt hvers vegna fæðing í heimahúsum er vænlegur kostur fyrir verðandi mæður, konur miðla reynslu sinni og sýnd verða myndbönd af íslenskum heimafæðingum. Jafnframt verða umræður um stöðu ljósmæðra sem taka á móti börnum í heimahúsum.

Íslenska fyrir útlendinga í THÍ Frumgreinadeild Tækniháskóla Ísland, THÍ býður nú upp á námskeið í íslensku fyrir útlendinga, 1. og 2. stig. Kennsla fer fram í húsakynnum skólans að Höfðabakka 9 og hefst þriðjudaginn 3. febrúar. Innritun stendur yfir á skrifstofu skólans og lýkur 2. febrúar. Nánari upplýsingar um kennslutilhögun og verð má fá í síma eða á heimasíðu skólans www.thi.is.