Borun hætt | Hætt hefur verið við að bora vinnsluholu fyrir heitt vatn á Eskifirði Höfðu menn talið að hitta mætti á heitavatnsæð á um 1.050 metra dýpi, en á 1.300 metra dýpi var ákveðið að hætta þar sem ekkert vatn hafði þá fundist.
Borun hætt | Hætt hefur verið við að bora vinnsluholu fyrir heitt vatn á Eskifirði Höfðu menn talið að hitta mætti á heitavatnsæð á um 1.050 metra dýpi, en á 1.300 metra dýpi var ákveðið að hætta þar sem ekkert vatn hafði þá fundist. Á nú að láta holuna jafna sig og gera í henni mælingar. Hugsanlega verður skáborað út frá holunni til að freista þess að hitta á heitavatnsæð, sem samkvæmt mælingum er við borholuna.