Snjóflóðavarnir | Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur nú lagt fram matsskýrslu vegna fyrirhugaðra snjóflóðavarna við Tröllagiljasvæðið í Norðfirði.
Snjóflóðavarnir | Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur nú lagt fram matsskýrslu vegna fyrirhugaðra snjóflóðavarna við Tröllagiljasvæðið í Norðfirði. Á með þeim að verja byggðina í Neskaupstað og veita það sem kallað er viðunandi öryggi gegn snjóflóðum úr Ytra- og Innra- Tröllagili, Miðstrandaskarði og Klofagili. Snjóflóðamannvirkin verða í fjórum hlutum; 1.855 m löng upptakastoðvirki í Tröllagiljum í um 400-600 m h.y.s., 620 m langur þvergarður og 23 keilur þar fyrir ofan. Innst á svæðinu verður byggður 390 m langur leiðigarður. Varnir á Tröllagiljasvæðinu eru þriðji áfangi af sex í snjóflóðavörnum svæðisins.