Sveitir Landsbankans sterkar fyrir austan Úrslit á úrtökumóti BSA fyrir Íslandsmót í sveitakeppni. Spilað var á Egilsstöðum 17. og 18. jan. og tóku 8 sveitir þátt í mótinu: Landsbankinn Egilsstöðum 145 Spilarar; Bjarni Sveinsson fyrirl.

Sveitir Landsbankans sterkar fyrir austan

Úrslit á úrtökumóti BSA fyrir Íslandsmót í sveitakeppni. Spilað var á Egilsstöðum 17. og 18. jan. og tóku 8 sveitir þátt í mótinu:

Landsbankinn Egilsstöðum 145

Spilarar; Bjarni Sveinsson fyrirl., Magnús Ásgrímsson, Skúli Sveinsson, Eiður Mar Júlíusson, Sigurður Þórarinsson og Lúvísa Kristinsdóttir

Herðir 120

Spilarar; Pálmi fyrirl., Stefán, Jón Þór og Guttormur Kristmannssynir, Bjarni Ág. Sveinsson og Óttar Ármannsson

Landsbankinn Vopnafirði 118

Spilarar; Þórður Pálsson fyrirl., Svanur Artúrsson, Stefán Guðmundsson og Sigurvin Þórhallsson.

Eikarsmiðjan, Reyðarfirði 114

Efstu 3 sveitirnar unnu sér þátttökurétt á Íslandsmót sem fram fer í Reykjavík í lok mars.

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna

Fjögurra kvölda aðalsveitakeppni félagsins hófst mánudaginn 26. janúar, en þá voru spilaðar tvær fyrstu umferðirnar. Spilaformið er monrad, sveitir með svipað skor mætast í hverri umferð.

Sveit Guðrúnar hefur afgerandi forystu að loknum tveimur fyrstu leikjunum, er með 46 stig af 50 mögulegum. Í sveit Guðrúnar eur Guðrún Jörgensen, Guðlaugur Sveinsson, Hermann Lárusson og Erlendur Jónsson. Staða efstu sveita er þannig:

1. Guðrún46

2. Sveit Bryndísar36

3. Séra Hermann35

3. Dropasteinn35

5. Esja34

6. Vinir33

7. Esjugrund31

8. Anna Guðlaug Nielsen30

Aðalsveitakeppninni verður áfram haldið 2. febrúar, en þá verða spilaðar 2 umferðir, 16 spila leikir. Þá mætast meðal annars sveitir Guðrúnar og Bryndísar, Séra Hermann og Dropasteinn.

Bridsfélag SÁÁ

Fyrsta spilakvöld ársins var fimmtudagskvöldið 22. janúar og reyndist messufært, þrátt fyrir mikinn áhuga á handboltalandsleik Íslands og Slóveníu.

Spilaður var Howell-tvímenningur og urðu Gróa og Unnar hlutskörpust eftir mikinn endasprett. Efstu pör (meðalskor 60):

1 - Gróa Guðnad. - Unnar A. Guðmundsson73

2 - Jón Viðar Jónm. - Þorleifur Þórarins.70

3 - Lilja Kristjánsdóttir - Jón Jóhannsson69

4 - Einar Pálsson - Einar L. Pétursson64

Næsta spilakvöld verður næstkomandi fimmtudag, 29. janúar.

Spilamennskan hefst stundvíslega kl. 19.30. Spilastaður er Sóltún 20, Lionssalurinn.

Umsjónarmaður er Matthías Þorvaldsson og má skrá sig á staðnum eða hjá honum í síma 860-1003.

Allir eru velkomnir og hjálpað er til við myndun para ef óskað er. Nýliðum er tekið fagnandi og fá yngri spilarar helmingsafslátt af spilagjaldinu. Loks er vakin sérstök athygli á heimasíðu félagsins, slóðin er: www.bridge.is/fel/saa

Sveit Stefáns Vilhjálmssonar hefur tekið forystu á Akureyrarmótinu

Sex umferðum er lokið í Akureyrarmótinu í sveitakeppni.

Átta sveitir taka þátt og er keppnin æsispennandi. Staðan nú er sem hér segir:

Sv. Stefáns Vilhjálmssonar 117

Sv. Gylfa Pálssonar 116

Sv. Sparisjóðs Norðlendinga 109 .

Sv. Unu Sveinsdóttur 102

Sv. Reynis Helgasonar 91

Spilað er á sunnudags- og þriðjudagskvöldum klukkan 19.30 í Félagsheimilinu Hamri. Á þriðjudagskvöldum eru spiluð forgefin spil og keppnisstjóri er á staðnum.