Könnun leiðir í ljós að háskólanemar ofmeta tungumálakunnáttu sína. Margrét Jónsdóttir kannaði sl. haust þekkingu og sjálfsmat nemenda við Háskólann í Reykjavík varðandi tungumálanám. Leitað var til 897 stúdenta í viðskiptadeild og 170 í lagadeild.

Könnun leiðir í ljós að háskólanemar ofmeta tungumálakunnáttu sína.

Margrét Jónsdóttir kannaði sl. haust þekkingu og sjálfsmat nemenda við Háskólann í Reykjavík varðandi tungumálanám. Leitað var til 897 stúdenta í viðskiptadeild og 170 í lagadeild. Alls svöruðu 38,54%.

Nemendur voru spurðir 27 spurninga til að leggja mat á metnað þeirra og kunnáttu í tungumálanámi. Niðurstöðurnar leiða m.a. í ljós að nemendur eru ánægðir með tungumálakunnáttu sína.

Margrét segir augljóst að margir nemendur ofmeti tungumálakunnáttu sína en telur jafnframt mikilvægt að sjá hversu jákvæður kraftur býr í slíku sjálfsmati. "Nemandi sem álítur sig tala ensku eins og innfæddur er mjög líklegur til þess að sækjast eftir því að eiga í samskiptum á ensku og það er gott," segir hún. "Niðurstöðurnar fá okkur einnig til að staldra við og spyrja hversu áreiðanlegt rannsóknartæki kannanir eru yfir höfuð. Færa þær okkur sannleika?"