Grensáskirkja.
Grensáskirkja.
Afmælismessa Kvenfélags Grensássóknar Á sunnudaginn kemur, 1. febr., verður þess minnst sérstaklega við messu í Grensáskirkju að kvenfélag safnaðarins á 40 ára afmæli um þessar mundir.

Afmælismessa Kvenfélags Grensássóknar

Á sunnudaginn kemur, 1. febr., verður þess minnst sérstaklega við messu í Grensáskirkju að kvenfélag safnaðarins á 40 ára afmæli um þessar mundir.

Kvenfélagið er jafnaldri safnaðarins og hefur allt frá upphafi verið öflugur bakhjarl safnaðarstarfsins, lagt því lið með margvíslegu móti og gefið ýmsa hluti og gripi til kirkjunnar, m.a. glerlistaverkið sem prýðir altarisgafl kirkjunnar. Nú er í ráði að hanna lýsingu sem gerir kirkjugestum kleift að njóta myndarinnar þótt rökkvað sé úti.

Þennan sunnudag eru jafnframt 80 ár frá fæðingu frú Kristínar Halldórsdóttur sem um árabil var formaður og leiðtogi kvenfélagsins en hún lést haustið 2002. Til minningar um frú Kristínu gaf fjölskylda hennar kirkjunni bænakertaaltari.

Í messunni munu kvenfélagskonur lesa ritningarlestra og samskot verða tekin til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar, í anda kvenfélagsins og svo sem hæfir minningu frú Kristínar Halldórsdóttur.