Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Myndin var tekin á mánudag.
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Myndin var tekin á mánudag.
SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur viðurkennt að hafa gengist undir lýtaaðgerð fyrir nokkrum vikum.

SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur viðurkennt að hafa gengist undir lýtaaðgerð fyrir nokkrum vikum.

Miklar vangaveltur hafa verið í ítölskum fjölmiðlum um Berlusconi undanfarið en hann sást ekki opinberlega vikum saman og aflýsti nokkrum fyrirhuguðum fundum. Þegar hann kom aftur fram opinberlega í liðinni viku sagðist hann aðeins hafa farið í "þjónustuskoðun" og í megrun. Hann hefur nú gengist við því að hafa látið slétta húðina umhverfis augun

Fjölmiðlar segja að Berlusconi hafi gengist undir aðgerð á andliti og hálsi í Sviss 28. desember. Berlusconi sagðist á blaðamannafundi á miðvikudag hafa látið lagfæra augnalokin lítillega. "Þeir skrifuðu að sjö læknar hefðu gert á mér aðgerðir en það var aðeins einn. Ég get látið ykkur fá nafn hans," sagði hann.

Skiptar skoðanir eru í ítölskum fjölmiðlum um nýtt útlit forsætisráðherrans. Blaðið Il Foglio sagði að hann liti út eins og sambland af Boris Karloff, sem lék sinni tíð í ótal hryllingsmyndum, og nýfæddu barni. En blaðinu Corriere della Sera fannst meira til aðgerðarinnar koma. "Hrukkurnar eru horfnar og andlitið hefur grennst." Blaðið gerir því skóna að Berlusconi sé með þessu að undirbúa 10 ára afmæli Forza Italia, flokksins sem hann stofnaði. "Hann hefur gefið sjálfum sér í afmælisgjöf andlitið sem einokaði kosningafundi fyrir 10 árum."

Róm. AFP.