Peter og Brian ræða málin.
Peter og Brian ræða málin.
ÞÁTTURINN Fjölskyldufaðirinn ( Family Guy ) hefur hlotið góðar viðtökur og ekki að ósekju. Þessi teikimyndaröð hóf göngu sína í Bandaríkjunum árið 1999 og segir frá Griffin-fjölskyldunni, sem er engin venjuleg fjölskylda.

ÞÁTTURINN Fjölskyldufaðirinn (Family Guy) hefur hlotið góðar viðtökur og ekki að ósekju. Þessi teikimyndaröð hóf göngu sína í Bandaríkjunum árið 1999 og segir frá Griffin-fjölskyldunni, sem er engin venjuleg fjölskylda.

Hún samanstendur af tveimur táningum, Meg og Chris, talandi hundinum Brian, sem minnir frekar á kaldhæðinn breskan aðalsmann, morðóða ungbarninu Stewie, sem er stöðugt að skipuleggja heimsyfirráð og hugsa upp leiðir til að myrða foreldra sína, þau Peter og Lois. Hjónin líkjast að mörgu leyti fleiri hjónum sem ráða ríkjum í bandarískju sjónvarpi um þessar mundir. Hann er feitur og klaufskur en meinar vel en konan hans er grönn og skynsöm en elskar Peter þrátt fyrir galla hans.

Fjölskyldufaðirinn er á dagskrá SkjásEins klukkan 20.30 í kvöld.