"AFI minn segir að það eigi að gera svona," sagði Gunnsteinn Sæþórsson og fékk sér væna flís af kjammanum sem hann sagði að væri góður á bragðið, á þorrablóti leikskólans í Aðaldal, en mikið var um dýrðir hjá börnum og starfsfólki þegar slegið...

"AFI minn segir að það eigi að gera svona," sagði Gunnsteinn Sæþórsson og fékk sér væna flís af kjammanum sem hann sagði að væri góður á bragðið, á þorrablóti leikskólans í Aðaldal, en mikið var um dýrðir hjá börnum og starfsfólki þegar slegið var upp hátíð með hangikjöti, harðfiski, heilmiklum súrmat, rófustöppu, soðnu brauði, sviðum o.m.fl.

Þetta var tilbreyting í skólastarfinu enda var mikið sungið af lögum sem tilheyra þorranum og allir báru pappakórónur í tilefni dagsins. Ekki var að sjá annað en að allir kynnu vel að meta matinn því margir settu vel á diskana.

Laxamýri. Morgunblaðið.

Höf.: Laxamýri. Morgunblaðið