Mæla með ómælitækjum | Ævintýradansleikhús barna mun verða á ferðinni í miðbæ Akureyrar í dag, föstudaginn 30. janúar, kl. 17.
Mæla með ómælitækjum | Ævintýradansleikhús barna mun verða á ferðinni í miðbæ Akureyrar í dag, föstudaginn 30. janúar, kl. 17. Í ævintýradansleikhúsinu eru börn á aldrinum 7 til 11 ára og hafa þau lífgað upp á miðbæinn frá því í haust með svonefndum gluggasýningum í ýmsum verslunum. Nú ætla börnin bregða út af þeim vana en í staðinn munu þau mæla bæinn með ómælitækjum sem þau kalla svo. "Þetta er svolítið dularfullt," sagði Anna Richards sem ásamt Örnu Valsdóttur stendur að ævintýraleikhúsinu. Markmið ævintýradansleikhússins er m.a. að þjálfa börn í að koma fram og hugsa hlutina út frá listrænu sjónarhorni.