Hraun!
Hraun!
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
HEIÐA og heiðingjarnir og Hraun! munu leggja land undir fót um helgina og leika á Vestfjörðum. Nánar tiltekið munu sveitirnar koma við á Krúsinni á Ísafirði á föstudagskvöldið og Vagninum á Flateyri á laugardagskvöldið.

HEIÐA og heiðingjarnir og Hraun! munu leggja land undir fót um helgina og leika á Vestfjörðum. Nánar tiltekið munu sveitirnar koma við á Krúsinni á Ísafirði á föstudagskvöldið og Vagninum á Flateyri á laugardagskvöldið. Sveitirnar hyggjast halda svokallað tónleika-partí-ball, sem er þannig háttað að kvöldið byrjar á tónleikum en þróast smám saman yfir í teiti og loks yfir í fullskapað ball. Aðalsprauta Heiðu og heiðingjanna er Ragnheiður Eiríksdóttir, söngkona og lagasmiður, sem hefur gefið mörg skemmtileg lög og starfar einnig sem næturvörðurinn á Rás 2.

Að sögn Svavars Knúts Kristinssonar, söngvara Hrauns!, er þetta fyrirkomulag tilraun til að gefa fólki fjölbreyttari skemmtunarmöguleika. "Við erum sjálfstæðar hljómsveitir að gera okkar eigin hluti og það vill bara þannig til að við höfum bæði gaman að því að leika okkar eigin tónlist og láta fólk dansa," segir Svavar og bætir við að allir séu velkomnir á tónleika-partí-böllin, því góð tónlist fari ekki í manngreinarálit. "Við erum að spila fyrir ungt fólk á öllum aldri."

Því má bæta við að bæði Svavar og Jón Geir, trommari beggja hljómsveita, eru Vestfirðingar og þykir þeim afar gaman að fá að koma heim í heiðardalinn og leika fyrir gamla sveitunga sína. "Við erum ekki í þessu vegna peninganna, svo mikið er víst," segir Svavar og hlær.

Heiðingjarnir og Hraun! leika á Krúsinni á Ísafirði á föstudagskvöld kl. 23.00-03.00 og á Vagninum á Flateyri á Laugardagskvöld frá 23.00-03.00