Lúðvík Gizurarson
Lúðvík Gizurarson
Kvótinn hefur óbeint allur lent smátt og smátt í höndum útlendinga og erlendra banka.

ÍSLENDINGAR eiga í raun ekki lengur kvótann sjálfir. Erlendir bankar eiga hann allan í dag með veði óbeint í honum. Kvótinn hefur óbeint allur lent smátt og smátt í höndum útlendinga og erlendra banka sem óbeint veð og er allur notaður sem rök og óbein trygging fyrir risavaxinni 700 millljarða skuld (sjá úr frétt Mbl. hér neðar) innlendu bankanna í dag við þá erlendu banka sem enn vilja lána til Íslands fé. Halda okkur uppi frá degi til dags. Hvað gera þeir það lengi? Gefast þeir upp?

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu miðvikudaginn 7. janúar 2004 bls. 11 eru "Erlendar skuldir bankastofnana 700 milljarðar" eins og segir orðrétt í fyrirsögn Mbl. Erlendu bankarnir lána okkur að mestu í nokkra mánuði í einu og hafa okkur alveg í vasanum þegar við komum að biðja um nýja víxla og framlengingu. Okra á okkur. Seðlabanki Íslands hefur alvarlega varað opinberlega við þessu ástandi í dag.

Brimi ehf. var nauðugur einn kostur að selja kvóta sinn á mjög háu yfirverði um 20 milljarða sem engin útgerð stendur eðlilega undir í daglegum rekstri eins og þekktur ráðamaður á Akureyri fullyrti opinberlega fyrir nokkrum dögum. Slátra má Ú.A. og græða vel. Þetta háa kvótaverð er trekkt upp til að sannfæra erlendu bankana um að óhætt sé að lána áfram og framlengja að hluta gjaldfallna erlenda 700 milljarða risaskuld Íslands sem innlendu bankarnir eru mest með á háum vöxtum og stuttum bráðabirgðalánum erlendis í nokkra næstu mánuði. Verða að fá af þessu 350 milljarða framlengda fyrir haustið. Annars allt strand. Nú er það þannig sbr. þessa frétt Mbl. nýlega að erlendu bankarnir telja Íslendinga hafa í dag lítil og ónóg veð og baktryggingar fyrir svo risastórri 700 miljarða erlendri skuld einkabankanna okkar í Reykjavík. Fyrir 700 milljarða má t.d. byggja 7 nýjar Kárahnjúkavirkjanir eða 7 ný álver í Reyðarfirði svo stærðargráðunni sé náð. Þessi erlenda risaskuld eru mikið stutt lán á gjalddaga á næstu mánuðum. Vextir eru háir og áhættuvextir að hluta. Útgerðin á Íslandi skuldar t.d. opinberlega rúmlega 200 miljarða og hefur því étið út allan kvótann sem kom frítt á silfurfati sem gjafakvóti. Kvótann fékk útgerðin skuldlausan en hefur nú veðsett hann í topp eða fyrir 200 miljarða. Allt er þetta "gert út" á ríkissjóð en kallað "einkavæðing" Jafnvel 700 milljarða erlend skuld bankanna er á ábyrgð ríkisins. Vegna þessarar földu og óbeinu ábyrgðar ríkissjóðs Íslands er það þannig að erlend risaskuld okkar 700 milljarðar sem er sama og tvöföld fjárlögin fæst líkast framlengd í bili. Það er vegna falinnar ríkisábyrgðar og þess að erlendu bankarnir græða vel í dag á okkur með of háum vöxtum. Svo vita erlendu bankarnir líka sbr. Argentínu að borgi innlendu "einkabankarnir" ekki þá verður heimtað að ríkissjóður Íslands og börn okkar og barnabörn borgi í heilu lagi alla þessa risavöxnu og algjörlega siðlausu 700 miljarða erlendu skuld "einkabankanna" okkar við erlenda banka sbr. nýlega frétt Morgunblaðsins. Annars loka erlendu bankarnir á landið sbr. Argentínu nýlega. Setja lánabann á Ísland. Líklega gæti það bjargað okkur úr þessu að taka upp evruna í gegnum EES. Þá kæmi frjáls samkeppni í stað núverandi bankaeinokunar og vextir innlendir sem erlendir á Íslandi yrðu helmingi lægri sbr. vexti evrunnar í dag.

Lúðvík Gizurarson skrifar um varnaðarorð Seðlabanka

Höfundur er hæstaréttarlögmaður.