Sigurður Sigurðarson sótti tíma hjá Christoph Mueller síðast liðið haust.
Sigurður Sigurðarson sótti tíma hjá Christoph Mueller síðast liðið haust.
Hestamennskan er óðum að komast í fullan gang víða um land enda landsmótsár gengið í garð sem kunnugt er. Hross víðast komin á hús og þjálfun í margháttuðum tilgangi hafin.

Hestamennskan er óðum að komast í fullan gang víða um land enda landsmótsár gengið í garð sem kunnugt er. Hross víðast komin á hús og þjálfun í margháttuðum tilgangi hafin. Landsmótskandídatar pukrast með leynda drauma í hugskoti sínu meðan áhugamennirnir þjálfa léttir í bragði fyrir útreiðartúra vors og sumars. Fræðlustarfið er víða að komast í fullan gang hjá hestamannafélögunum landsins þar sem æskulýðsstarfið er oftar en ekki fyrirferðarmest. Áhrif reiðhalla víða um land eru fyrir löngu farin að setja mark sitt á framfarir í reiðmennskunni og hefur tilkoma þeirra meðal anars aukið mjög áhuga margra hestamanna á hinni klassísku reiðmennsku sem stöðugt fleiri aðhyllast og telja að eigi mikið erindi við uppbyggingu og þjálfun íslenskra ganghesta.

Til að koma til móts við áhuga manna á þessum efnum hefur Hestamannafélagið Hörður í hyggju að fá til landsins snjallan barokkreiðmann frá Þýskalandi Christoph Müller að nafni, til að kenna undirstöðu atriði í hinni klassísku reiðmennsku. Verður hann á ferðinni seinni partinn í febrúar og mun kenna í Hestamiðstöðinni Hindisvík í tæpa viku, frá 20. til 26. febrúar nk.

Hann hefur að því er segir á vef Harðar, hordur.net, komið tvisvar áður til landsins og kennt í bæði skiptin auk þess að njóta eðliskosta íslenska hestsins. Meðal þeirra sem sótt hafa tíma hjá Christoph má nefna Sigurð Sigurðarson og hefur hann fullan hug á að sækja í viskubrunn hans þegar hann kemur í febrúar. Sjálfur hefur Christoph átt íslenskan hest sem hann hafði meðal annars kennt fljúgandi stökkskiptingar. Þótt Christoph sé fyrst og fremst í þjálfun á stærri hestum með þrjár gangtegundir hefur hann talsverða reynslu af íslenskum hestum og öðrum ganghestum. Frekari upplýsingar um námskeiðið er að finna á vef Harðar, hordur.net. Einnig má fræðast um fjölbreytt fræðslustarf hestamannafélaga og annarra aðila á netmiðlum hestamanna og vefjum margra hestamannafélaganna.