Greg Dyke umkringdur starfsmönnum BBC í London eftir að hann hafði sagt af sér sem útvarpsstjóri. Á sumum stöðvum BBC í Bretlandi lýsti starfsfólkið óánægju sinni með einnar mínútu þögn.
Greg Dyke umkringdur starfsmönnum BBC í London eftir að hann hafði sagt af sér sem útvarpsstjóri. Á sumum stöðvum BBC í Bretlandi lýsti starfsfólkið óánægju sinni með einnar mínútu þögn.
GREG Dyke, yfirmaður BBC , breska ríkisútvarpsins, sagði af sér í gær vegna mikillar gagnrýni á stofnunina í Hutton-skýrslunni um dauða vísindamannsins Davids Kellys. Í fyrradag sagði Gavyn Davies, formaður útvarpsráðs BBC , af sér af sömu sökum.

GREG Dyke, yfirmaður BBC, breska ríkisútvarpsins, sagði af sér í gær vegna mikillar gagnrýni á stofnunina í Hutton-skýrslunni um dauða vísindamannsins Davids Kellys. Í fyrradag sagði Gavyn Davies, formaður útvarpsráðs BBC, af sér af sömu sökum.

Í Hutton-skýrslunni sagði, að frétt BBC um að breska stjórnin hefði ýkt hættuna af gereyðingarvopnum Íraka hefði verið "rakalaus" og var ekki aðeins höfundur hennar, Andrew Gilligan, gagnrýndur harðlega, heldur einnig yfirmenn hans, sem hefðu hvorki reynt að sannreyna fréttina né svarað umkvörtunum forsætisráðuneytisins.

"Vegna þessarar gagnrýni á BBC tel ég mig ekki njóta sama trausts og áður sem yfirmaður stofnunarinnar," sagði Dyke í gær en hann kvaðst hafa afhent útvarpsráðinu afsagnarbréf sitt í fyrrakvöld. Sagði hann, að BBC hefðu orðið á viss mistök en það þýddi ekki, að hann væri sammála niðurstöðu Hutton-nefndarinnar. Kvaðst hann mundu tjá sig um það síðar.

Tony Blair forsætisráðherra féllst í gær á "skilyrðislausa" afsökun BBC á frétt Gilligans. Sagði hann, að nú hefði hún verið dregin til baka og fram á annað hefði hann ekki farið.

Blés nýju lífi í BBC

Dyke var ráðinn aðstoðarútvarpsstjóri BBC 1999 og átti þá að baki mjög glæsilegan feril hjá ýmsum óháðum sjónvarpsstöðvum. Þótti hann strax koma með nýjan og ferskan andblæ og er honum ekki síst þakkaður sá uppgangur, sem verið hefur hjá BBC að undanförnu.

Útvarpsstjóri var hann skipaður í janúar 2000 en þá fundu margir að nánum tengslum hans við Verkamannaflokkinn og Blair forsætisráðherra.

Starfsmenn BBC víða um Bretland mótmæltu í gær brotthvarfi Dykes.

London. AP, AFP.

Höf.: London. AP, AFP