Söluverðmæti hlutabréfa Söluverðmæti hlutabréfa Mörthu Stewart í líftæknifyrirtækinu ImClone, sem sagt var frá í grein í blaðinu í gær, var rangt upp reiknað. Hið rétta verðmæti bréfanna sem Martha seldi er samkvæmt FT.com 250.

Söluverðmæti hlutabréfa

Söluverðmæti hlutabréfa Mörthu Stewart í líftæknifyrirtækinu ImClone, sem sagt var frá í grein í blaðinu í gær, var rangt upp reiknað. Hið rétta verðmæti bréfanna sem Martha seldi er samkvæmt FT.com 250.000 Bandaríkjadalir sem er að andvirði um 17,4 milljónir króna.

Þá var ranglega sagt að hjartalyfi frá ImClone hefði verið hafnað. Hið rétta er að um var að ræða krabbameinslyf. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Afkoma versnar

Í frétt í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær var rangt farið með áætlanir Sparisjóðs Keflavíkur fyrir árið 2004. Hið rétta er að áætlanir fyrir árið 2004 gera ekki ráð fyrir eins góðri afkomu og árið 2003 og skýrist það einkum af þeim gengishagnaði sem varð af annarri fjármálastarfsemi árið 2003.

Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.