TVEIR norrænir háskólar og tvær norrænar rannsóknastofnanir standa á næstunni fyrir fjarnámskeiðum í smárásatækni sem íslenskum fyrirtækjum stendur til boða að nýta sér. Námskeiðin verða þrjú talsins og verða haldin tvisvar sinnum.

TVEIR norrænir háskólar og tvær norrænar rannsóknastofnanir standa á næstunni fyrir fjarnámskeiðum í smárásatækni sem íslenskum fyrirtækjum stendur til boða að nýta sér. Námskeiðin verða þrjú talsins og verða haldin tvisvar sinnum. Þátttaka í fyrri umferð verður ókeypis en í síðari umferð verða innheimt gjöld fyrir þátttökuna.

Í fréttatilkynningu kemur fram að námskeiðin tengjast verkefninu "System-On-Chip" sem miðar að því að kynna fyrirtækjum framfarir á sviði smárásatækni (microelectric) í tengslum við framleiðslu ýmissa tækja og íhluta.

Þátttakendur í verkefninu eru samtök upplýsingatækni- og rafeindafyrirtækja á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum ásamt Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi, KTH, Tækniháskólanum í Tampere, TUT, og fyrirtækjunum Electronics and Cybernetics í Osló, SINTEF, og Danish Electronics, Light & Acoustics, DELTA. Norræni iðnaðarsjóðurinn styrkir verkefnið.

Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á vefsetrinu: www.soc-sme.net.