NORSKA fiskútflutningsráðið hefur óskað eftir því að gera markaðsátak fyrir norska síld í Rússlandi. Rússar borða næstum jafnmikið af norskri síld og rússneskri og en Norðmenn vilja bæta um betur.
NORSKA fiskútflutningsráðið hefur óskað eftir því að gera markaðsátak fyrir norska síld í Rússlandi. Rússar borða næstum jafnmikið af norskri síld og rússneskri og en Norðmenn vilja bæta um betur. Síldarútflutningur Norðmanna til Rússlands hefur staðið í stað undanfarin tvö ár en fram að því hafði útflutningurinn aukist nokkuð. Talsmenn norskra útflytjenda segja rússneska framleiðendur kjósa norska síld fram yfir t.d. íslenska, enda séu gæði hennar meiri. Frá þessu er greint í norska dagblaðinu Aftenposten. Norðmenn vilja nú markaðssetja norska síld sem gæðahráefni í Rússlandi og aðgreina hana þannig frá annarri síld. Rússland er langstærsti síldarmarkaður Norðmanna sem seldu þangað um 168 þúsund tonn af síld á síðasta ári. Rússland er fjórði stærsti markaður fyrir norskt sjávarfang, á eftir Danmörku, Japan og Frakklandi.