VOGMÆR heitir þessi óvenjulegi fiskur sem fannst í fjöru við Húsavík á dögunum. Fólk sem þar var á gangi sá fiskinn í fjöruborðinu og náði honum lifandi á land. Þá veiddu skipverjar á Gæsku ÞH frá Raufarhöfn vogmær í netin fyrir skömmu.
VOGMÆR heitir þessi óvenjulegi fiskur sem fannst í fjöru við Húsavík á dögunum. Fólk sem þar var á gangi sá fiskinn í fjöruborðinu og náði honum lifandi á land. Þá veiddu skipverjar á Gæsku ÞH frá Raufarhöfn vogmær í netin fyrir skömmu. Vogmær er nokkuð algeng hér við land, nema við Norður- og Norðausturland og því er óvenjulegt að hennar verði þar vart í tvígang með skömmu millibili.