ALÞJÓÐLEGA lánshæfimatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur veitt dótturfélagi Landsbankans, Heritable Bank í London, lánshæfimatseinkunnirnar A fyrir langtímaskuldbindingar, F1 í skammtímaeinkunn og 1 í stuðning. Lánshæfimatseinkunn um horfur er stöðug.

ALÞJÓÐLEGA lánshæfimatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur veitt dótturfélagi Landsbankans, Heritable Bank í London, lánshæfimatseinkunnirnar A fyrir langtímaskuldbindingar, F1 í skammtímaeinkunn og 1 í stuðning. Lánshæfimatseinkunn um horfur er stöðug.

Þessi lánshæfimatseinkunn er byggð á því að Landsbankinn hefur gengist í fulla ábyrgð fyrir skuldbindingum Heritable, og því endurspegla lánshæfimatseinkunnir Heritable lánshæfimat Landsbankans, að því er segir í tilkynningu.

Heritable er lítill breskur banki, sem sérhæfir sig í fjármögnun íbúðarbyggingaframkvæmda, en frá september 2003 hefur starfsemin verið útvíkkuð til fasteignaveðlána. Heritable var stofnaður 1877 en komst í eigu Landsbankans árið 2000. Bankinn er nú að fullu í eigu Landsbankans og er þáttur í útrás Landsbankans á erlendri grundu.