OG VODAFONE hefur valið ANZA sem ráðgjafarfyrirtæki í upplýsingaog öryggismálum. Tekin hefur verið ákvörðun um að innleiða hjá Og Vodafone stjórnkerfi slíkra mála til að tryggja öryggi upplýsinga, persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga lögum samkvæmt.

OG VODAFONE hefur valið ANZA sem ráðgjafarfyrirtæki í upplýsingaog öryggismálum. Tekin hefur verið ákvörðun um að innleiða hjá Og Vodafone stjórnkerfi slíkra mála til að tryggja öryggi upplýsinga, persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga lögum samkvæmt. Í fréttatilkynningu er haft eftir Guðna B. Guðnasyni, framkvæmdastjóra ANZA, að mikil gróska hafi verið í upplýsingaöryggi hjá íslenskum fyrirtækjum líkt og víðast hvar annars staðar í heiminum. "Lög í Bandaríkjunum gera kröfur til allra þarlendra stofnana um að ljúka uppsetningu upplýsingaöryggiskerfa á árinu 2005, segir Guðni í fréttatilkynningu.

"Íslensk lög gera ráð fyrir að fyrirtæki eða stofnanir sem vinna með persónugreinanleg gögn komi sér upp upplýsingaöryggiskerfi. Það er staðreynd að aukin krafa er gerð til fyrirtækja í upplýsingaöryggismálum frá ríkisvaldi, viðskiptaheimi og eigendum, segir hann enn fremur í fréttatilkynningu. Meðal fyrirtækja sem ANZA hefur unnið fyrir á þessu sviði eru fyrirtækin Alcan á Íslandi, Ríkiskaup, Síminn, Vífilfell, MS, Landmælingar Íslands, Tryggingastofnun ríkisins, Íslandsbanki, FMR og nú síðast Og Vodafone.