VIÐSKIPTAKOSTNAÐUR er lægstur í Kanada af 11 iðnríkjum í Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Eyjaálfu, samkvæmt nýrri könnun KPMG í Bandaríkjunum. Ástralía er í öðru sæti en Ísland í því áttunda.

VIÐSKIPTAKOSTNAÐUR er lægstur í Kanada af 11 iðnríkjum í Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Eyjaálfu, samkvæmt nýrri könnun KPMG í Bandaríkjunum. Ástralía er í öðru sæti en Ísland í því áttunda.

Kostnaðurinn er mestur samkvæmt könnuninni í Japan, næstmestur í Þýskalandi og svo Hollandi. Önnur lönd sem skoðuð voru í könnun KPMG eru Bretland, sem var þriðja ódýrasta landið, og þar á eftir komu Ítalía, Frakkland, Lúxemborg og Bandaríkin.

Könnun KPMG á viðskiptakostnaði nær til samtals 27 kostnaðarliða, s.s. vinnuafls og skatta. Grunnurinn að samanburði milli landa byggir á tólf tegundum af starfsmi og nær yfir rekstur fyrirtækja í áratug.

Í fréttatilkynningu frá KPMG segir talsmaður fyrirtækisins að könnunin gefi leiðbeinandi upplýsingar sem alþjóðleg fyrirtæki geti haft gagn af við ákvörðun um val á starfsstöð