HEINEKEN, þriðji stærsti bjórframleiðandi í heimi, tilkynnti í gær að hagnaður fyrirtækisins myndi dragast saman á þessu ári vegna veikrar stöðu Bandaríkjadals.
HEINEKEN, þriðji stærsti bjórframleiðandi í heimi, tilkynnti í gær að hagnaður fyrirtækisins myndi dragast saman á þessu ári vegna veikrar stöðu Bandaríkjadals. Á vefsíðu Financial Times segir að auk veikrar stöðu dalsins muni reykingabann á veitingastöðum í Bandaríkjunum og slæmt veður í norðaustanverðu landinu einnig hafa áhrif á þennan mikilvæga markað. Þá segir að eftirspurnin eftir bjór fyrirtækisins í Bretlandi hafi ekki uppfyllt væntingar. Það eigi þó ekki við um markaði fyrirtækisins í Mið-Evrópu.