TAP þýska flugfélagsins Lufthansa á síðasta ári nam 980 milljónum evra, eða um 85 milljörðum íslenskra króna. Fram kemur í frétt á vefmiðli Financial Times að samkvæmt tilkynningu frá félaginu sjái það fram á betri tíð með aukinni eftirspurn.

TAP þýska flugfélagsins Lufthansa á síðasta ári nam 980 milljónum evra, eða um 85 milljörðum íslenskra króna. Fram kemur í frétt á vefmiðli Financial Times að samkvæmt tilkynningu frá félaginu sjái það fram á betri tíð með aukinni eftirspurn. Áætlanir félagsins geri ráð fyrir að það muni auka sætaframboð sitt í sumar sem og að bjóða upp á flug til fleiri staða en verið hefur. Þetta eigi einna helst við um flug til Asíu. Samkeppnin við lágfargjaldaflugfélögin í Evrópu sé hins vegar mikil og þar sjái félagið ekki fram á aukna eftirspurn.

Segir FT að Lufthansa hafi nú þegar sagt upp um átta þúsund starfsmönnum og frekari rekstrarhagræðing sé fyrirhuguð.