— Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
,,ÞAÐ hefur verið mjög þokkalegt fiskirí þegar gefur á sjó, þetta 150 til 200 kíló á balann og alveg sæmilega vænn fiskur.

,,ÞAÐ hefur verið mjög þokkalegt fiskirí þegar gefur á sjó, þetta 150 til 200 kíló á balann og alveg sæmilega vænn fiskur. En veðráttan hefur verið mjög óstöðug, sérstaklega framan af febrúar, þannig að við höfum yfirleitt farið stutt út, yfirleitt ekki nema út á 5 til 7 mílur og höfum oft verið hérna útaf Héðinsfirðinum," sagði Sigurður Oddsson, skipstjóri á Mávi SI á Siglufirði þegar fréttamaður tók hann tali eftir róður á dögunum.

Mávur SI er sex tonna trilla í eigu Gunnlaugs Oddssonar í Siglufirði. Sigurður hefur róið á Mávinum við annan mann síðan í haust. Þeir hafa verið á línu með 16 til 24 bala í róðri og aflinn góður, gjarnan á bilinu 3 til 4 tonn. Framan af vetri var talsvert um ýsu en uppá síðkastið hefur uppistaðan í aflanum verið þorskur en reytingur af steinbít hefur fengist líka. Sigurður sagði að fiskverkandi í Siglufirði keypti af þeim allan þorskinn en ýsan hefði verið flutt suður og seld á Faxamarkaði. Sigurður sagði að nú færi að styttast í línuvertíðinni hjá þeim því ætlunin væri að fara á grásleppuna. Þá verður líka farið að róa á nýjum báti sem verið er smíða hjá Vélaverkstæði J E í Siglufirði. Á myndinni er

Sigurður að landa úr Mávinum ásamt Árna Haraldssyni.