— Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson
BÁTASMIÐJAN Seigla ehf. sjósetti fyrir skömmu nýjan 14 metra langan og 25 tonna plastbát, Ósk KE, sem smíðaður var fyrir útgerðarfélagið Ósk ehf. í Keflavík. Um er að ræða stærsta hraðfiskibát sem smíðaður og sjósettur hefur verið á Íslandi.

BÁTASMIÐJAN Seigla ehf. sjósetti fyrir skömmu nýjan 14 metra langan og 25 tonna plastbát, Ósk KE, sem smíðaður var fyrir útgerðarfélagið Ósk ehf. í Keflavík. Um er að ræða stærsta hraðfiskibát sem smíðaður og sjósettur hefur verið á Íslandi.

Ósk KE er af gerðinni Seigur 1400 og leysir af hólmi samnefndan bát í eigu útgerðarinnar en þar er um að ræða 91 tonna stálskip. Nýi plastbáturinn er búinn 10 metra löngum og 0,4 metra djúpum fellikili sem sameinar kosti hraðbáts og kjölbáts. Báturinn er sérbúinn til netaveiða. Um borð er 5 tonna krani sem notaður er fyrir netaniðurleggjara, netaspil og löndun. Hliðarskrúfa er tengd sjálfstýringu og heldur bátnum á réttri stefnu sjálfvirkt. Sjótankar sem taka 4 tonn af sjó eru tengdir við tölvu og hægt að stilla magn sem rennur í tankana og úr þeim. Í bátnum eru tvær 450 hestafla Cummins aðalvélar. Lúkarinn er mjög rúmgóður en þar er svefnpláss fyrir fjóra. Siglinga-, fiskileitar- og fjarskiptatæki eru frá Brimrúnu ehf.