BÁTASMIÐJAN Samtak ehf. í Hafnarfirði sjósetti nýverið nýjan bát sem hlotið hefur nafnið Keilir II AK. Eigendur nýja bátsins eru Friðrik Þ. Magnússon og Sigmundur G. Sigurðsson sem reka Útgerðarfélagið Keili ehf. á Akranesi.

BÁTASMIÐJAN Samtak ehf. í Hafnarfirði sjósetti nýverið nýjan bát sem hlotið hefur nafnið Keilir II AK. Eigendur nýja bátsins eru Friðrik Þ. Magnússon og Sigmundur G. Sigurðsson sem reka Útgerðarfélagið Keili ehf. á Akranesi.

Um er að ræða 24 tonna netabát sem mældur hefur verið niður í 11,9 brúttórúmlestir. Báturinn er búinn 660 hestafla aðalvél frá Caterpillar, hefðbundnum skrúfubúnaði og 70 sentimetra djúpum aukakili. Hámarksganghraði verður 20 mílur en báturinn gekk rúmar 24 mílur í reynslusiglingu. Í lúkar eru eldavél, örbylgjuofn, sjónvarp, ísskápur, heitt og kalt vatn fyrir vaska, bæði í eldhúsi og salernisaðstöðu. Í lúkar eru 2 kojur en undir stýrishúsi er auk þess svefnaðstaða fyrir einn, innangengt frá lúkar. Á dekki er um 36 fermetra vinnupláss. Veiðarfærabúnaður og vökvakerfi er frá Ósey ehf. Í lest bátsins eru tólf 660 lítra kör. Siglingartæki bátsins og hliðarskrúfa koma frá Elcon ehf. og er báturinn búinn sjálfstýringu sem stýrir bógskrúfunni einnig, sem gerir að báturinn tapar ekki stefnunni er hann rekur.