VÆNTINGAVÍSITALA Gallup hækkar um fjögur stig og er nú 127,5 stig. Væntingar til ástandsins eftir sex mánuði hækka um 9,5 stig og eiga stærsta þáttinn í hækkun vísitölunnar nú.

VÆNTINGAVÍSITALA Gallup hækkar um fjögur stig og er nú 127,5 stig.

Væntingar til ástandsins eftir sex mánuði hækka um 9,5 stig og eiga stærsta þáttinn í hækkun vísitölunnar nú. Mat á atvinnuástandinu hækkar um 8,6 stig en mat á núverandi ástandi og mat á efnahagslífinu lækka á milli mánaða.

Væntingavísitala Gallup mælir tiltrú og væntingar fólks til efnahagslífsins, atvinnuástandsins og heildartekna heimilisins.

Það að væntingavísitalan er hærri en 100 stig merkir að fleiri eru jákvæðir en neikvæðir og ef hún er lægri en 100 stig eru fleiri neikvæðir.