HINN 75 ára gamli íþróttajöfur Malcolm Glazer hefur aukið hlut sinn í enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United úr 16,31% í 16,69%.

HINN 75 ára gamli íþróttajöfur Malcolm Glazer hefur aukið hlut sinn í enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United úr 16,31% í 16,69%. Á fréttavef BBC segir að fjármálayfirvöld fylgist vel með því sem sé að gerast hjá félaginu vegna hugsanlegrar yfirtöku, en hinn bandaríski Glazer hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að eignast jafnvel meirihluta í félaginu. Hann á fyrir bandaríska ruðningsliðið Tampa Bay.

Írsku fjárfestarnir John Paul "J.P." McManus og John Magnier, sem eru einnig þekktir fyrir mikil umsvif á veðhlaupahestabrautum, eiga stærsta hlutinn í Manchester United, 28,9 %. Þeir eru sagðir vilja eignast fleiri hlutabréf í félaginu. Auk þess að eiga í erjum við stjórn Manchester United vegna ýmissa mála hefur Magnier deilt við Sir Alex Ferguson, stjóra United, út af veðhlaupahestinum Rock of Gibraltar.