STJÓRN Bakkavör Group hf. hefur ákveðið að auka hlutafé félagsins um 95,538,006 hluti í samræmi við samþykkt félagsins í þeim tilgangi að efna skuldbindingar félagsins samkvæmt breytanlegum skuldabréfum í eigu Kaupþings Búnaðarbanka.

STJÓRN Bakkavör Group hf. hefur ákveðið að auka hlutafé félagsins um 95,538,006 hluti í samræmi við samþykkt félagsins í þeim tilgangi að efna skuldbindingar félagsins samkvæmt breytanlegum skuldabréfum í eigu Kaupþings Búnaðarbanka. Með þessu eykst hlutur KB banka í Bakkavör en aukningin nemur 5,91% af heildarhlutafé Bakkavör Group. Um er að ræða 20% af heildareign Kaupþings Búnaðarbanka hf. í breytanlegum skuldabréfum, skuldabréf sem KB banki hefur rétt á að breyta í hlutafé, útgefnum af Bakkavör Group hf.

Þau breytanlegu skuldabréf sem hér um ræðir, gaf Bakkavör Group hf. út í tengslum við fjármögnun kaupa sinna á breska matvöruframleiðslufyrirtækinu Katsouris Fresh Foods í desember 2001.