Jónas H. Haralz flytur erindi á málfundi Heimdallar í tilefni af því að 25 ár eru liðin frá því að Uppreisn frjálshyggjunnar var gefin út. Til hægri má sjá fjóra höfunda efnis í bókinni; Jón Steinar Gunnlaugsson, Hannes H. Gissurarson, Davíð Oddsson og Fri
Jónas H. Haralz flytur erindi á málfundi Heimdallar í tilefni af því að 25 ár eru liðin frá því að Uppreisn frjálshyggjunnar var gefin út. Til hægri má sjá fjóra höfunda efnis í bókinni; Jón Steinar Gunnlaugsson, Hannes H. Gissurarson, Davíð Oddsson og Fri
BÓKIN Uppreisn frjálshyggjunnar kom út fyrir 25 árum og hélt Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, málfund í síðustu viku til að minnast tímamótanna sem fólust í útgáfunni. Af sama tilefni var Jónasi H.

BÓKIN Uppreisn frjálshyggjunnar kom út fyrir 25 árum og hélt Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, málfund í síðustu viku til að minnast tímamótanna sem fólust í útgáfunni. Af sama tilefni var Jónasi H. Haralz veitt viðurkenning frá Heimdalli fyrir baráttu sína í þágu frjálshyggjunnar að sögn Ragnars Jónassonar, varaformanns félagsins. Fékk hann áletraðan frelsisskjöld til eignar.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor lýsti á fundinum þeim jarðvegi sem bókin spratt upp úr og sagði að hugmyndafræði frjálshyggjunnar hefði fengið mikinn meðbyr árið 1979. Það ár hefði Margrét Thatcher komist til valda í Bretlandi og hagfræðingarnir Friðrik von Hayek og Milton Friedman verið verðlaunaðir fyrir hugmyndir sínar. Hann sagði jafnframt að Jónas H. Haralz hefði flutt merka ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma um sjálfsprottið samfélag manna upp úr frjálsum samskiptum þeirra í milli.

Hannes Hólmsteinn var einn af fimmtán höfundum sem lögðu til efni í bókina. Í inngangsorðum segir Kjartan Gunnarsson, nú framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, að Uppreisn frjálshyggjunnar sé "ætluð þátttaka í hugmyndabaráttu samtímans; baráttunni milli stjórnlyndis og ríkishyggju annars vegar og sjálfstæðis og frjálshyggju hins vegar".

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og prófessor, fjallaði í sínu erindi um gildi þess að hafa ákveðna lífsskoðun. Forsenda lífshamingjunnar væri að einstaklingar hefðu ákvörðunarrétt í eigin málefnum og frelsi þeirra til að taka ákvarðanir um eigin hag væri ekki skert. Lífsskoðun frjálshyggjumanna væri byggð á siðferðislegum grunni og ekki væri réttlætanlegt að sumir gerðu sig að herrum annarra. Taldi hann að frelsishugsjónina síunga þó málsvarar hennar eltust og hugsjónir gæfu lífi manna gildi. Heiðursgestur fundarins, Jónas H. Haralz, fjallaði að endingu um þróun þjóðfélagsins sl. 75 ár. Sagði hann ljóst að leiðin að því frelsi sem Íslendingar búi við í dag hefði ekki verið breið og bein heldur vörðuð ýmsum krókaleiðum og villigötum. Markaðshagkerfið hefði það fram yfir önnur kerfi að það væri síbreytanlegt. Í því væri viss ólga sem kæmi í veg fyrir að fáir menn gætu haft töglin og hagldirnar í samfélaginu í langan tíma í senn.