HAGNAÐUR High Liner Foods, eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Norður-Ameríku, nam á síðasta ári um 46 milljónum kanadadollara eða sem nemur nærri 2,4 milljörðum króna. Á árinu 2002 var hagnaður fyrirtækisins um 10 milljónir dollara.

HAGNAÐUR High Liner Foods, eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Norður-Ameríku, nam á síðasta ári um 46 milljónum kanadadollara eða sem nemur nærri 2,4 milljörðum króna. Á árinu 2002 var hagnaður fyrirtækisins um 10 milljónir dollara. Rekja má hagnaðinn til sölu eigna en sala fyrirtækisins á sjávarafurðum minnkaði úr 325 milljónum dollara árið 2002 í 316 milljónir á síðasta ári. Þennan samdrátt skýrir fyrirtækið m.a. með sölu á skipum og búnaði til vinnslu á hörpudisk og sterkri stöðu kanadadollarans.

Henry Demone, forstjóri High Liner, segir að með sölu á eignum hafi tekist að lækka skuldir. Markmiðið sé að auka áhersluna á framleiðslu frosinna sjávarrétta og segist hann bjartsýnn á aukna sölu á árinu 2004.