FRAMKVÆMDIR við nýja bensínstöð Atlantsolíu á Óseyrarbraut 23 í Hafnarfirði eru í fullum gangi og gera áætlanir ráð fyrir því að starfsemi þar geti hafist um miðjan næsta mánuð, fyrr en búist var við.
FRAMKVÆMDIR við nýja bensínstöð Atlantsolíu á Óseyrarbraut 23 í Hafnarfirði eru í fullum gangi og gera áætlanir ráð fyrir því að starfsemi þar geti hafist um miðjan næsta mánuð, fyrr en búist var við. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur fyrirtækið fengið undanþágu til fimm vikna til að selja dísilolíu frá dælu til hliðar við bensínstöðina en í gær var unnið að því að steypa plan bensínstöðvarinnar.